Full­bókað á nám­skeið um líf­eyris­mál

Categories: 2024, Fréttir1 min readPublished On: 11. September 2024Last Updated: 11. September 2024

Fullbókað er nú á námskeið um lífeyrismál sem fram fer 7. október næstkomandi. Því hefur verið lokað fyrir skráningu.

Fagfélögin standa saman að námskeiðinu en þar mun Björn Berg Gunnarsson meðal annars fara yfir helstu stoðirnar í lífeyriskerfinu og hvernig þær virka.

Hámarksfjöldi á námskeiðinu var 80 manns en þeim fjölda hefur nú verið náð. Því er ljóst að færri komast að en vilja.

Fagfélögin munu halda annað námskeið seinna í vetur og verður það auglýst hér á síðunni þegar dagsetning liggur fyrir.