Fyrsta sameiginlega kaffiboð eldra félagsfólks í Fagfélögunum (Byggiðn, RSÍ, MATVÍS og VM) var haldið miðvikudaginn 11. september frá klukkan 13 til 15.
Mæting var afar góð og áttu gestir notalega stund að Stórhöfða 31. Félagar í þessum iðnaðarmannafélögum hafa margir hverjir unnið hlið við hlið við hin ýmsu verk í gegn um tíðina. Þarna sáu menn fyrir vikið mörg kunnugleg andlit.
Kaffiboð fyrir þennan hóp verða haldin annan miðvikudag í hverjum mánuði, á sama tíma dagsins, í allan vetur. Allar félagar sem náð hafa lífeyrisaldri eru velkomnir.
Fagfélögin þakka gestum síðastliðins miðvikudags kærlega fyrir komuna!
Næsta boð verður 9. október.