Opnað verður fyrir bókanir orlofseignar félagsins á Flórída mánudaginn 2. september kl. 09:00. Tímabilið sem þá verður hægt að bóka er frá 1. september 2025 til 28. febrúar 2026. Þannig verður meðal annars hægt að bóka húsið um jólin og áramót 2025.

Spánn

RSÍ minnir jafnframt á að opnað verður fyrir bókanir á Spáni 1. október næstkomandi. Þá verður hægt að bóka frá 16. apríl til 10. október 2025. Send verða SMS þegar nær dregur.

Bókun tjaldstæða í september

Loks bendum við að á að lokað verður fyrir bókunarkerfi tjaldsvæða félagsins í Miðdal og á Skógarnesi frá 1. september. Tjaldsvæðin verða hins vegar opin út september en bóka þarf hjá umsjónarmanni í síma 862-5220. Hann tekur jafnframt við greiðslu.