Ársverðbólga mælist nú 6% og hefur lækkað um 0,3 stig frá síðustu mælingu, samkvæmt tilkynninguu frá Hagstofu Íslands. Þar með hefur hækkun verðlags nánast að engu gert þá launahækkun sem samið var um á almennum vinnumarkaði í febrúar síðastliðnum. Í þeim samningum var samið um 3,25% launahækkun á þessu ári. Vonir um að hægja myndi verulega á verðlagshækkunum hafa ekki gengið að fullu eftir. Fyrirtæki hafa ekki haldið aftur af hækkunum í þeim mæli sem til þurfti.
Af þessu er ljóst að launafólk innan okkar raða mun verða fyrir kjararýrnun síðustu mánuði ársins, eða þar til næsta umsamda launahækkun tekur gildi.
Fagfélögin munu af þessu tilefni efna til hádegisnámskeiðs miðvikudaginn 11. september, frá klukkan 12:05 til 12:40. Á námskeiðinu verður kennt hvernig launafólk getur borið sig að við að semja um eigin laun á almennum vinnumarkaði.
Mikilvægt er að skrá sig á námskeiðið, sem fer fram á Stórhöfða 29-31 í Reykjavík. Hádegismatur verður í boði en námskeiðið er haldið þátttakendum að kostnaðarlausu. Athugið að gengið er inn í salinn Grafarvogsmegin við húsið.
Skráning fer fram hér.
Athugið að hámarksþátttökufjöldi er 50.