Óskað hefur verið eftir að fyrirtækið Baader Skaginn 3X verði tekið til gjaldþrotaskipta. Formaður verkalýðsfélags Akraness segir í fréttum í dag að um sé að ræða sorgardag en 128 missi við þetta vinnuna. Fyrirtækið á sér áratugalanga sögu á Akranesi og hefur sérhæft sig í hátæknibúnaði fyrir fiskvinnslur.
Í þessum hópi eru félagsmenn RSÍ. Félagið harmar þessi afdrif fyrirtækisins og er meðvitað um þá stöðu sem kominn er upp hjá starfsmönnum Skagans 3X. Fylgst verður grannt með framvindu málsins.
RSÍ leggur áherslu á að vera til staðar fyrir félagsmenn og eru starfsmenn kjarasviðs boðnir og búnir að liðsinna þeim í tengslum við starfslok þeirra hjá fyrirtækinu.
Nánari upplýsingar í síma 540-0100 eða rsi@rafis.is