RSÍ hefur vísað kjaradeilu sinni við sveitarfélögin til Ríkissáttasemjara. Þetta var ákveðið eftir árangurslausan viðræðufund í síðustu viku.

Upplifun samninganefndar er að sveitarfélögin hafi ekki sýnt áhuga á að ganga frá samningum fljótt og vel. Því hefur verið ákveðið að setja viðræðurnar undir verkstjórn ríkissáttasemjara.

Einnig hefur kjaraviðræðum RSÍ við gagna­sam­steyp­una Verne Global verið vísað til sáttasemjara. Fulltrúar Verne Global hafa ekki viljað fallast á að tæknimenn sem starfa hjá fyrirtækinu eigi að vera í Rafiðnaðarsambandinu. Lengra varð ekki komist án aðkomu sáttasemjara.