Fagfélögin fylgjast vel með þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna við ríki og sveitarfélög. Viðræðum BSRB og viðsemjenda þeirra var vísað til ríkissáttasemjara í vikunni.

Fram hefur komið að í þeim viðræðum ríki ekki ágreiningur um launaliðinn, sem er í samræmi við það sem samið hefur verið um á almennum markaði. Ágreiningsefnin hafa að mestu snúið að vaktavinnu og jöfnun launa á milli markaða.

Fagfélögunum hefur illa gengið að fá áheyrn viðsemjenda á meðan ósamið er við stóra hópa opinberra starfsmanna. Náið er fylgst með stöðunni en þrýst verður á samtöl við opinbera launagreiðendur um leið og hægt er.