Þann 3. júní næstkomandi, kl. 09:00, verður opnað fyrir bókanir orlofshúsa haustið 2024. Um er að ræða eignir félagsins innanlands. Tímabilið sem um ræðir er frá 23. ágúst 2024 til 3. janúar 2025. Bókað er á orlofsvefnum.

Minnt skal á að í gildi er reglan „fyrstur kemur fyrstur fær“. Athygli er vakin á breyttum reglum varðandi þessar bókanir. Hver félagi getur nú aðeins bókað eina leigu fyrstu tvær vikur þessa tímabils. Að hámarki má leigja hús í þrígang á umræddu tímabili.

Mikilvægt er að klára bókunina með greiðslu. Hægt er að greiða með bæði kredit-/debetkorti . Ef það er ekki gert fellur bókunin sjálfkrafa úr gildi eftir 12 klst.

Þau sem treysta sér ekki til að ganga frá greiðslu með þessum hætti geta að sjálfsögðu haft samband við skrifstofuna í síma 5 400 100 til að fá aðstoð.

Áréttað skal að orlofshús og -íbúðir RSÍ eru eingöngu ætlaðar félagsfólki og gestum þeirra.