Dagana 28. og 29. ágúst voru farnar tvær ferðir með heldra félagsfólki RSÍ til Sólheima í Grímsnesi. Þar var ferðalöngum boðið upp á veitingar auk þess sem það fékk fræðslu um staðinn.

Að því loknu var ferðinni heitið til Selfoss og hús tekið í nýja miðbænum á stað sem heitir „Sviðið“. Þar var jafnframt boðið upp á kaffi og kræsingar.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, tók á móti hópunum á Selfossi og hélt svolitla tölu.

Ferðirnar voru afar vel heppnaðar og veðrið lék við félagsfólk, eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.