VM og RSÍ standa dagana 14. og 15. september fyrir kjararáðstefnu fyrir félagsfólk í orkugeiranum. Ráðstefnan fer fram á Grand hótel í Reykjavík.
Á fimmtudeginum hefst ráðstefnan klukkan 13:00. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Húss fagfélaganna og Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna, munu flytja erindi.
Eftir kaffihlé verður rýnt í framtíðina þegar kemur að kjaramálum í orkugeiranum auk þess sem áherslur og forgangsröðun í komandi kjaraviðræðum verða ræddar. Að þeim viðfangsefnum loknum verður efnt til hópavinnu. Deginum lýkur svo með kvöldverði fyrir gesti ráðstefnunnar.
Á föstudeginum hefst dagskrá að nýju klukkan 8:30, með morgunverði en í kjölfarið verður farið yfir afrakstur hópavinnu. Ráðstefnunni lýkur klukkan 10:30.
Athugið að gisting stendur þeim þátttakendum til boða sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.
Félagsfólk VM og RSÍ á vinnumarkaði er hvatt til að taka dagana frá og skrá sig á ráðstefnuna. Skráning fer fram hjá Benóný í netfanginu benony@fagfelogin.is. Einnig er hægt að hringja í hann í síma 823-8324.