Út er komin bókin Rafiðnaðarsamband Íslands í 50 ár – Rafmögnuð saga. Um er að ræða tímamótaverk sem unnið hefur verið að frá árinu 2019.

Í bókinni er að finna fjölmörg áhugaverð viðtöl og annað efni sem varpar ljósi á sögu sambandsins í hálfa öld.

Á meðal viðmælanda er Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður RSÍ, Kristján Þórður Snæbjarnarson, núverandi formaður, Einar Gústafsson, fyrrverandi formaður Félags íslenskra símamanna og Margrét Halldóra Arnardóttir, fyrrverandi formaður Félags íslenskra rafvirkja.

Pétur Hrafn Árnason er höfundur bókarinnar en í ritnefnd voru Anna Melsteð, Haraldur H. Jónsson og Rúnar Bachmann.

Að verkinu hafa fjölmargir komið og þakkar Rafiðnaðarsamband Íslands öllum þeim sem lögðu hönd á plóg fyrir veitta aðstoð.

 

Útgáfunni var fagnað í húsakynnum félagsins á Stórhöfða nýliðinn föstudag.

Félagsmenn geta nálgast eintak af bókinni á skrifstofu félagsins á Stórhöfða 29-31.

Þeir sem búa á landsbyggðinni geta haft samband við félagið og fengið eintak sent í pósti.