Félögin sem standa að Húsi fagfélaganna; Byggiðn, MATVÍS, RSÍ og VM hafa sent félagsfólki kjarakönnun sem mikilvægt er að sem flestir svari. Könnunin er á mínum síðum. Markmiðið með könnuninni er að fá sem gleggsta mynd af kjörum félagsfólks.

Könnunin er mikilvægur liður í undirbúningi næstu kjaralotu, sem hefst strax í haust. Mikil verðbólga og háir vextir hafa á undanförnum mánuðum rýrt kjör okkar verulega. Góð þátttaka í könnuninni er forsenda þess að samninganefndir iðnaðarmanna mæti vel undirbúnar til komandi kjaraviðræðna.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ:

„Stjórnvöld hafa skorast undan ábyrgð í því ástandi sem skapast hefur í samfélaginu. Svo virðist sem helsta markmið stjórnvalda sé að tryggja fjármagnseigendum aukið fjármagn – og að það fjármagn skuli sækja til almennings. Kjarakannanir eru mikilvægur liður í undirbúningi okkar fyrir komandi kjaraviðræður, sem hefjast í haust. Við þurfum að þétta raðirnar og koma vel undirbúin inn í veturinn. Ég hvet félagsfólk til að taka þátt í könnuninni.“

Fara á mínar síður