Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2022. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 109 og fækkar um 3 frá fyrra ári, er 16,5% í ár en árið 2021 var hlutfallið 16,6% á prentun bókatitla innanlands. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 551 eða 83,5% en var 563 eða 83,4% í fyrra, eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Bókasambandi Íslands.
Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 660 í Bókatíðindunum í ár en var 675 árið 2021.
Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum.
- Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 141; 42 30% prentuð á Íslandi og 99 70% prentuð erlendis.
- Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 234; 42 18% prentuð á Íslandi og 192 82% prentuð erlendis.
- Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 58; 8 14% prentuð á Íslandi og 50 86% prentuð erlendis.
- Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 220; 10 5% prentuð á Íslandi og 210 95% prentuð erlendis.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild, jafnframt eru til samanburðar tölur fyrir árið 2021:
Fjöldi titla %
Ísland 109 16,5 Evrópa 484 73,3 Asía 66 10,0 USA 1 0,2 Samtals 660 100% |
Árið 2021 Fjöldi titla %
Ísland 112 16,6 Evrópa 498 73,8 Asía 63 9,2 Annað 2 0,3 Samtals 652 100% |
Fréttatilkynning frá Bókasambandi Íslands 5. desember 2022
Frekari upplýsingar veitir Georg Páll Skúlason, Grafíu – stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum. Netfang: georg@rafis.is og sími 5400100.