Skógarnes við Apavatn
Orlofssvæði RSÍ við Apavatn skammt frá Laugarvatni er glæsilegt orlofssvæði í eigu RSÍ. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarna áratugi og er það vinsælt meðal RSÍ félaga. Svæðið samanstendur af skjólgóðu tjaldsvæði sem skipt er upp í 5 hluta og 15 orlofshúsum í þremur stærðum, 270fm, 90fm og 55fm. Aðstaða er öll til fyrirmyndar og búið öllum þeim þægindum sem góð tjaldsvæði prýða. Útivistar- og leiksvæði auk golfvallar er á svæðinu, leyfð er veiði í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi og bátar eru í boði yfir hásumarið.
Svæðið er eingöngu ætlað félögum í RSÍ og gestum þeirra, bæði tjaldsvæði og orlofshús.
Verðskrá gildir jafnt fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
