Yfirlýsing frá AFLi Starfsgreinafélagi og Rafiðnaðarsambandi Íslands (RSÍ)
Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Sú ákvörðun var tekin í gær, 3. apríl, eftir að ljóst varð að samningsvilji fyrirtækisins reyndist ekki í samræmi við þá alvöru og ábyrgð sem af slíkum viðræðum ætti að stafa.
Kjarasamningar félaganna við Alcoa losnuðu 1. mars síðastliðinn og hafa samningaviðræður staðið yfir án árangurs síðan í desember.
Samninganefndir vonast til að vísun deilunnar til sáttameðferðar skili framgangi í málinu og að Alcoa sýni í framhaldinu aukinn vilja til málefnalegra viðræðna og lausna sem taka mið af því mikla og mikilvæga starfi sem félagsfólk sinnir daglega.