Óvænt heimsókn frá Ameríku

Categories: 2024, Fréttir1 min readPublished On: 29. September 2024Last Updated: 30. September 2024

Rafiðnaðarsamband Íslands fékk áhugaverða heimsókn í vikunni. Jordan nokkur Misera, meðlimur IBEW í Bandaríkjunum, heimsótti þá skrifstofuna á Stórhöfða 29-31.

IBEW stendur fyrir International Brotherhood of Electrical Workers og er stéttarfélag fyrir rafvirkja. Í félaginu eru hvorki fleiri né færri en 820 þúsund manns. Félagsólkið starfar í Bandaríkjunum, Kanada, Panama, Púertó Ríkó, Gvam og á Jómfrúareyjum.

Jordan hitti í heimsókn sinni Kristján Þórð Snæbjarnarson formann en vel fór á með þeim. „Við ræddum aðeins málefni rafvirkja og fórum yfir hvað þessi félög gera fyrir sitt fólk. Hann fékk vörur merktar RSÍ og hyggst fara með þær til sinna félaga innan IBEW,“ segir Kristján Þórður um heimsóknina.

Meðfylgjandi mynd var tekinn af þeim félögum við þetta tilefni, áður en Jordan hélt á vit frekari ævintýra á Íslandi.