100 nemendur úr rafgreinum tóku við sveinsbréfum við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica laugardaginn 7. september sl. Þar af voru 96 nemendur í rafvirkjun en fjórir í rafveituvirkjun.

Á vef Rafmenntar er greint frá þessu. Þar segir að Marteinn Eiríksson hafi hlotið verðlaun fyrir góðan árangur rafvirkja í verklegum hluta en Jón Ægir Sigmarsson fyrir var verðlaunaður fyrir árangur í skriflegum hluta sveinsprófsins.

RSÍ óskar þeim og öðrum nýsveinum í rafiðnaði til hamingju með áfangann.

Hér má sjá fleiri myndir frá athöfninni.