Fyrsta mótið í pílumótaröð RSÍ-UNG 2024 verður haldið á Oche í Kringlunni miðvikudaginn 11. september. Mótið hefst klukkan 18:00.
Allt félagsfólk Rafiðnaðarsambandsins – á öllum aldri – er velkomið að skrá sig til þátttöku á mótinu.
Tveggja manna lið keppast síðan um sigurinn en þátttökufjöldi verður takmarkaður.
Þátttakendur þurfa ekkert að greiða fyrir þátttöku á mótinu en matur verður á boðstólnum.
Glæsilegir vinningar verða afhentir að keppni lokinni.