Kosið um nýja kjarasamninga

Categories: 2024, Fréttir1 min readPublished On: 18. June 2024Last Updated: 18. June 2024

Atkvæðagreiðsla um nýja kjarasamninga í orkugeiranum, sem skrifað var undir í síðustu viku, hófst í hádeginu í dag, 18. júní.

Skrifað var undir nýja kjarasamninga vegna Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtækja, Landsvirkjunar, HS Veitna, Orkubús Vestfjarða, HS Orku og Norðurorku. Þá skrifaði RSÍ undir nýjan kjarasamning vegna RARIK. Jafnframt náðist samkomulag um að fresta viðræðum vegna starfsfólks RSÍ hjá Landsneti fram yfir sumarleyfi.

Atkvæðagreiðslur um samningana hefjast þriðjudaginn 18. júní og standa yfir til 24. júní.

Sjá nánar hér.

Kosið er á mínum síðum