Skógarnes við Apavatn
Orlofssvæði RSÍ við Apavatn skammt frá Laugarvatni er glæsilegt orlofssvæði í eigu RSÍ. Símamenn byggðu svæðið upp af myndarlegum hætti og þegar Félag íslenzkra símamanna gekk inn í RSÍ bættist svæðið við inn í orlofskerfi sambandsins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarna áratugi og er það vinsælt meðal RSÍ félaga. Svæðið samanstendur af skjólgóðu tjaldsvæði sem skipt er upp í 5 hluta og 15 orlofshúsum í þremur stærðum, 270fm, 90fm og 55fm. Aðstaða er öll til fyrirmyndar og búið öllum þeim þægindum sem góð tjaldsvæði prýða. Útivistar- og leiksvæði auk golfvallar er á svæðinu, leyfð er veiði í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi og bátar eru í boði yfir hásumarið.
Svæðið er eingöngu ætlað félögum í RSÍ og gestum þeirra, bæði tjaldsvæði og orlofshús.
Á svæðinu er glæsilegt og skjólgott tjaldsvæði búið öllum þeim þægindum sem hægt er að bjóða á tjaldsvæði s.s.
- Snyrtingar.
- Sturtur.
- Gasgrill.
- Útivaskar undir þaki.
- Þvottaaðstaða.
- Heitt og kalt vatn.
- Leiktæki, körfu, fótboltavellir.
- Púttvöllur og 9 holu par 3 golfvöllur.
- 100fm blöðru-trambólin.
- Veiði er leyfð í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi.
Orlofshúsin á svæðinu eru 15 talsins og í þremur stærðum, 270fm, 90fm og 55fm.
Öll húsin eru glæsileg með svefnplássi frá 5 til 10 manns.
Í „Stóra húsinu” eru 6 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 28 manns í rúmum.
Tjaldsvæðið er opið frá hvítasunnu og út september ár hvert, fer þó eftir veðri og frosti í jörðu á vorin
Úrdráttur úr reglum tjaldsvæðisins á Skógarnesi:
Félagsfólk þarf að framvísa greiðslukvittun við komu á svæðið. Umsjónarmaður er með aðgang að félagakerfi til að fletta upp félagsmönnum út frá kennitölu.
- Hver félagsmaður má hafa gesti með sér á tjaldsvæðinu, tvær einingar fyrir utan sína eigin, samtals 3 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar).
- Félagsmaður þarf að vera mættur á svæðið þegar gestur hans mætir á svæðið.
- Félagsmaður ber ábyrgð á gestum sínum, þurfi umsjónarmaður að hafa afskipti af gestum félagsmanns þá er það með aðstoð og á ábyrgð félagsmanns.
- Félagsmönnum er ekki heimilt að lána öðrum félagsskírteini sín.
- Tjaldsvæði A er lokað fyrir umferð bíla að því undanskyldu að heimilt er að koma tjöldum á sinn stað og tæma búnað úr bílum. Þetta er gert til þess að tryggja öryggi barna á svæðinu.
- Lágmarka skal umferð ökutækja um tjaldsvæði B, C og D. Nýta skal bílastæði í nágrenni tjaldsvæðanna og ávallt skal huga að öryggi barna þegar ekið er um svæðið.
- Hámarkshraði á svæðinu er 10 km/klst.
- Orlofssvæðið er fjölskyldusvæði og skal ró vera komin á á svæðinu kl. 00:00.
- Notkun bassaboxa er óheimil á svæðinu.
- Gæludýr eru velkomin, skilyrði að þau séu alltaf í taumi. Lausaganga gæludýra er stranglega bönnuð.
- Gæludýr skulu ávallt vera í taum af hæfilegri lengd svo dýr nái ekki til annarra gesta.
- Öll umferð mótorhjóla og fjórhjóla um svæðið er bönnuð.
- Notkun dróna er óheimil á svæðinu
- Öll meðferð opins elds er bönnuð.
- Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð.
Félagsfólki og gestum þeirra ber að kynna sér reglur þessar sem og þær reglur sem eru á skiltum á svæðinu.
Við alvarleg brot getur félagsmaður verið útilokaður frá nýtingu orlofshúsa og tjaldsvæðis RSÍ í allt að 3 ár.
Umsjónarmaður er staðsettur á svæðinu og hægt er að ná til hans í síma 862-5220.
Svör:
Þúfa
Æði margir auðlegð af mér reyttu.
Seppunum ég þjóna þótti.
Þúfnabani á mig sótti.
Fé-þúfa
Hunda-þúfa
Tún-þúfa
Bjór
Mér er oft úr hálsi í hálsa helt, því miður.
Að elta mig var áður siður.
Í ólar var ég ristur niður.
Flösku-bjór
Skinn-bjór
Leður/sel-bjór
Borð
Á mig er raðað mönnum hér af mörgum stéttum.
Salt ég verð af sjávarskvettum.
Svigna undan dýrum réttum.
Tafl-borð
Fjöru-borð
Matar-borð
Gámur
Með hina og aðra hluti milli hafna fer ég.
Matinn ört að munni ber ég.
Meðal jólasveina er ég.
Flutninga-gámur
Matar-gámur
Skyr-gámur
Stöng
Ég á merki allra þjóða uppi að bera.
Stökkmenn oft ég upp get hafið.
Ég er býli úr rústum grafið.
Fána-stöng
Stangarstökks-stöng
Eyðibýlið-stöng
Teinn
Um mig snældur öðru hvoru eru að snúast.
Ég varð góða Baldri að bana.
Úr brúnni skamma ég hásetana.
Snældu-teinn
Mistil-teinn
Kaf-teinn
Hryggur
Hér og hvar um hálendið er hægt að sjá mig.
Í Staðarsveit þú um mig ekur.
Á mér í sauðarbaki tekur.
Fjalls-hryggur
Öldu-hryggur
Sauðar(spjald)-hryggur
Tröð
Mig hefur nagað fjöldi fjár og fótum troðið.
Ég var leið frá hliði að hlaði.
Hjá þér veld ég svitabaði.
Fjár (ör)-tröð
Heimreiðar-tröð
Mar-tröð
Grind
Vatnsföturnar voru mér til vinstri og hægri.
Í heimreiðum ég hlýt að vera.
Hold þitt verð ég allt að bera.
Vatnsburðar-grind
Hlið-grind
Beina-grind
Bjarg
Ég er veiðiaðferð, sem ótta vekur.
Að frændum dreg ég forða og vinum.
Frægur bær í Miðfirðinum.
Bjarg-sig
Bjarg-vættur
Bærinn – Bjarg
Veðurstöð er staðsett á Apavatni.


