Loading...

Miðdalur

Orlofshúsasvæðið í Miðdal er 10 km. austur af Laugarvatni. Þar eru góðar gönguleiðir um svæðið og upp með Skillandsárgljúfri. Á svæðinu er ýmislegt til afþreyingar eins og leiktæki og minigolf. Í Miðdal er golfvöllurinn Dalbúi, 9 holu golfvöllur.

Miðdalur er ein af eldri orlofsbyggðum á Íslandi en það voru prentarar sem eignuðust jörðina Miðdal og byggðu upp um og upp úr stríðsárunum. Þegar Grafía gekk inn í RSÍ kom þetta frábæra svæði inn í orlofskerfi sambandsins og eru nú fjögur hús þar til útleigu fyrir félagsfólk, hvert með sinn sjarma. Félagsfólk RSÍ getur einnig byggt upp sín eigin hús en orlofshúsalóðir í landi Miðdals eru eingöngu ætlaðar félagsfólki. Sjá reglur um lóðir og byggingar.

Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði í fallegu umhverfi. Á svæðinu er gott þjónustuhús með salernis- og sturtuaðstöðu. Góð aðstaða fyrir börn, t.d. leiktæki, ærslabelgur og körfuboltavöllur. Tjaldsvæðið er opnað í lok maí eða byrjun júní og fer þá eftir því hvenær frost fer úr jörðu.

Á svæðinu er glæsilegt tjaldsvæði sem er opið frá Hvítasunnu og út september ár hvert, fer þó eftir veðri og frosti í jörðu á vorin. Bóka þarf pláss á orlofsvef RSÍ.

  • Snyrtingar.
  • Sturtur.
  • Heitt og kalt vatn.
  • Leiktæki, körfu, fótboltavellir.
  • Minigolfvöllur.

Tjaldsvæðið er opið frá hvítasunnu og út september ár hvert, fer þó eftir veðri og frosti í jörðu á vorin

Úrdráttur úr reglum tjaldsvæðisins í Miðdal:

  • Félagsmenn þurfa að framvísa greiðslukvittun við komu á svæðið. Umsjónarmaður er með aðgang að félagakerfi til að fletta upp félagsmönnum út frá kennitölu.
  • Hver félagsmaður má hafa gesti með sér á tjaldsvæðinu, þrjár einingar fyrir utan sína eigin, samtals 4 einingar með einingu félagsmanns (húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagn eða tjöld eru einingar).
  • Félagsmaður þarf að vera mættur á svæðið þegar gestur hans mætir á svæðið.
  • Félagsmaður ber ábyrgð á gestum sínum, þurfi umsjónarmaður að hafa afskipti af gestum félagsmanns þá er það með aðstoð og á ábyrgð félagsmanns.
  • Hámarkshraði á svæðinu er 10 km/klst.
  • Orlofssvæðið er fjölskyldusvæði og skal ró vera komin á á svæðinu kl. 00:00.
  • Notkun bassaboxa er óheimil á svæðinu.
  • Gæludýr eru velkomin, skilyrði að þau séu alltaf í taumi. Lausaganga gæludýra er stranglega bönnuð.
  • Gæludýr skulu ávallt vera í taum af hæfilegri lengd svo dýr nái ekki til annarra gesta.
  • Öll umferð mótorhjóla og fjórhjóla um svæðið er bönnuð.
  • Notkun dróna er óheimil á svæðinu
  • Öll meðferð opins elds er bönnuð.
  • Öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð.
  • Félagsmönnum og gestum þeirra ber að kynna sér reglur þessar sem og þær reglur sem eru á skiltum á svæðinu.
  • Við alvarleg brot getur félagsmaður verið útilokaður frá nýtingu orlofshúsa og tjaldsvæðis RSÍ í allt að 3 ár.
  • Umsjónarmaður er staðsettur á svæðinu og hægt er að ná til hans í síma 894 1169
 

Smelltu hér til að stækka!

 

Húsbók hefur verið prentuð og dreift í húsin okkar í Miðdal. Þar er að finna allar upplýsingar.