Loading...

Orlofsmál

Tímabil

Sumartímabilið er 10 vikur, frá 12. júní til 21. ágúst 2026

  • 16. febrúar kl. 09.00 opnar fyrir umsóknir vegna sumars 2026.
  • Úthlutað verður samkvæmt punktastöðu, opið til 3. mars.
  • Rafræn úthlutun fer fram 4. mars , þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun.
  • 4. – 10. mars þarf að greiða fyrir úthlutað hús eða íbúð.
  • 11.-15. mars verður opið á þær eignir  sem ekki hefur verið greitt fyrir eða hafa verið afbókaðar, til þeirra sem fengu synjun.
  • 18. mars kl 9.00 verður opnað fyrir bókun á allt félagsfólk. Þá er opnað á þær vikur sumars sem eftir verða, “fyrst koma fyrst fá”.
  • Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsfólks.

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir sumartímann.

Slembiúthlutun verður ekki í boði þetta árið vegna upptöku á nýju orlofskerfi.

  • Vor 2025: Tímabil 23. janúar – 12. júní, að undanskildum páskum.
    Opnað fyrir bókanir 4. nóvember 2024 kl. 9.00
    Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.
  • Haust: Tímabil 22. ágúst 2025 til 2. janúar 2026.
    Opnað fyrir bókanir 2. júní 2025 kl. 9.00.
    Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.

Tveir punktar teknir af hverri bókun á vetrartímabili.

  • 22. janúar er opnað fyrir umsóknir um dvöl um páska 2026.
  • Opið fyrir umsóknir til 3. febrúar.
  • Rafræn úthlutun fer fram 4. febrúar, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsmanna. Greiða þarf í síðasta lagi 6. febrúar. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli.
  • 10. febrúar verður opnað fyrir bókun á þær eignir sem eftir standa.

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir páskatímann.

  • Vor: Tímabil 2. janúar 2026 til 22. ágúst 2026
    Opnað fyrir bókanir – tilkynnt síðar!
    Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.
  • Haust: Tímabil 22. ágúst 2026 til 2. janúar 2027
    Opnað fyrir bókanir – tilkynnt síðar!
    Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.

Tveir punktar teknir af hverri bókun á vetrartímabili.

Bókanir vegna orlofsíbúða í Reykjavík verða auglýstar síðar. RSÍ keypti nýverið nýjar orlofseignir á Eirhöfða.

Spánn

  • Vetrartímabil 11. október 2025 til (páska) 1. apríl 2026.
    Opnað fyrir bókanir 10. febrúar 2025
    Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”
  • Sumartímabil 2026 er frá (páskum) 1. apríl 2026 til 10. október 2026.
    Opnað fyrir bókanir 1. október 2025 kl. 9.00

Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.

Flórída Upplýsingasíða

  • 3. mars 2025 opnar fyrir bókanir frá 1. mars 2026 til 31. ágúst 2026.
  • 1. september 2025 opnar fyrir bókanir frá 1. september 2026 til 28. febrúar 2027.
  • 1. mars 2024 kl 9.00 opnaði fyrir bókanir frá 1. mars 2025 til 31. ágúst 2025.
  • 2. september 2024 opnaði fyrir bókanir frá 1. september 2025 til 28. febrúar 2026.

Í gildi reglan “fyrstur kemur fyrstur fær”.

Hægt er að bóka sólarhring í senn, ekki fastar helgar, hámarks leiga er tvær vikur í senn.

  • Sjúkraíbúð er einugis fyrir félagsfólk, maka og börn félagsfólks undir 18 ára aldri sem þarf að sækja sér læknisþjónustu.
  • Hafa þarf samband við skrifstofu í síma 5 400 100 til að bóka íbúðina, greiða þarf kr. 5.000 í bókunargjald.
  • Framvísa þarf læknisvottorði við leigu á sjúkraíbúð.

Umgengni og reglur

  • Íbúðir og orlofshús er hægt að leigja með því að fara inn á mínar síður.
  • Hægt er að  bóka allt að átta gistinætur í orlofshúsi fyrstu 6 vikurnar á hverju umsóknartímabili.
  • Eftir fyrstu 6 vikurnar frá opnun umsóknartímabils fjölgar möguleikunum á að bæta við sig gistinóttum.
  • Á Flórída og á Spáni er hægt að bóka að hámarki 2 vikur.
  • Helgarleiga er ávallt frá föstudegi til mánudags.
  • Frá 9. janúar 2025 greiðist fast bókunargjald kr. 5.000 sem er hluti leiguverðs og endurgreiðist ekki ef hætt er við leigu.
  • Orlofshúsin eru sameign okkar allra. Leigutaki ber ábyrgð á hinu leigða og öllum búnaði þess meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem kann að verða af hans völdum, eða þeirra sem dveljast með honum í hinu leigða á leigutíma. Leigutaki skal ganga vel um eignina, búnað og umhverfi.
  • Húsið er orlofshús og eingöngu leigt til samveru og dvalar fyrir leigjanda og gesti hans. Hvers konar námskeiðshald, kynningar eða nnað sem talist getur til atvinnustarfsemi er með öllu óheimil í húsinu.
  • Félagsfólki ber að taka tillit til nágranna í orlofseignum RSÍ. Lágmarka hávaða í og við eignirnar, hvort sem er um sumarhús/íbúðir eða tjaldsvæði að ræða. Gæta að umferð um svæðin og virða eðlilega hvíldartíma.
  • Leigutaki þarf í sumarhúsum RSÍ (á ekki við á Akureyri og Reykjavík) að koma með viðeigndi rúmfatnað, lök, sængurver og koddaver með sér í húsin.
  • Þrif eru innifalin í leiguverði á orlofsíbúðum í Reykjavík og Akureyri. Þar fylgir einnig lín með og ber leigjanda að nota það.
  • Þar sem þrif eru ekki innifalin í húsum okkar þarf leigutaki að taka með sér sængurlín, borðtuskur og viskustykki. Skylt er að nota sængurlín á öll rúm. Salernispappir er almennt ekki í húsunum.
  • Að lokinni dvöl skal leigutaki sjá um að hver hlutur sé á sínum stað. Kynnið ykkur vel reglur um þrif í lok leigu í orlofseignum.
  • Starfsfólk skrifstofu Fagfélaganna veitir aðstoð við bókanir sé þess þörf, hægt er að hringja í síma 5 400 100 frá kl. 08.00 – 16.00 alla virka daga nema föstudaga frá kl. 08.00 – 15.00.

Þrif og frágangur í lok leigutíma

Allar eignir á landsbyggðinni:

Leigutaki á að ganga snyrtilega um eignina og við brottför á að, þurrka af borðum, taka úr uppþvottavél, þrífa bakaraofn, þrífa ísskáp, þrífa og ganga frá grilli, henda öllu rusli. Leigutaki þarf að taka með sér borðtuskur og viskustykki. Skylt er að nota sængurlín á öll rúm. Salernispappir er almennt ekki í húsunum.

Akureyri og Reykjavík:

Leigutaki á að ganga snyrtilega um íbúðina og við brottför á að, þurrka af borðum, taka úr uppþvottavél, þrífa bakaraofn, þrífa ísskáp, þrífa og ganga frá grilli, henda öllu rusli og ganga frá líni í þvottakörfu og skilja eftir í geymslu. Skylt er að nota sængurlín á öll rúm. Salernispappir er almennt ekki í húsunum.

Verði leigutaki uppvís af brotum á leigureglum í orlofskerfi RSÍ getur það varðað sektum og/eða allt að þriggja ára útilokun frá leigu á orlofseignum!

  • Orlofshús RSÍ eru eingöngu ætluð félagsfólki og þeirra gestum. Framsal á leigusamningi er með öllu óheimilt. Húsið er orlofshús og eingöngu leigt til samveru og dvalar fyrir leigutaka og gesti hans.
  • Leigutaka ber að tilkynna strax til umsjónarmanns um allar skemmdir sem kunna að verða. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu/íbúðinni og skal ganga vel um orlofseignina. Ef húsin eru ekki þrifin nægilega vel að mati umsjónarmanns, er leigjanda sendur reikningur fyrir þrifum. RSÍ áskilur sér rétt til að innheimta sérstaklega 30.000.- fyrir vanrækslu á þrifum í orlofshúsum og íbúðum.
  • Ef reikningur er ekki greiddur eða um endurtekið brot er að ræða er lokað á bókanir viðkomandi í eitt ár.
  • Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta, vinsamlegast látið umsjónarmann vita strax við komuna, svo ekki komi til að óþrifnaður fyrri leigutaka verði á kostnað þess næsta.
  • Boðið er upp á sérstök hundahús í orlofskerfi RSÍ. Ef hundar eru hafðir með þar sem það er ekki leyfilegt er lokað fyrir leigur á viðkomandi í eitt ár og allt að þremur árum við endurtekin brot.
  • Þrif og sængurlín er innifalið í leigu á Akureyri og Reykjavík. Í öðrum orlofseignum ber leigjanda að þrífa húsnæðið vel í lok dvalar.
  • Á landsbyggðinni eru þrif eru EKKI innifalin í leigu á sumarhúsum RSÍ, nema á Akureyri, hvorki helgar- eða vikuleigu.
Á það líka við um hlífðardýnur og sængurfatnað í sumarhúsum. Leigjanda ber að hafa viðeigndi rúmfatnað, lök, sængurver og koddaver meðferðis í sumarhúsið. Að öðrum kosti verður rukkað fyrir þrif á sængurfatnaði.
Sumar 2025 Vikuverð Upphafsdagur Sólarhringur
Klifabotn B 30.601 5.611 3.570
Klifabotn A, hundar velkomnir 30.601 5.611 3.570
Einarsstaðir 4, 13, 30 37.568 6.887 4.383
Svignaskarð 3, 4 37.568 6.887 4.383
Kirkjubæjarklaustur B, hundar velkomnir 28.269 5.183 3.298
Ölfusborgir 13, 16 37.568 6.887 4.383
Vaglaskógur 57.300 10.505 6.685
Varmahlíð 48.489 8.904 5.655
Vestmannaeyjar 48.489 8.904 5.655
Skógarnes 1-4 35.451 6.499 4.136
Skógarnes 5-14 44.837 8.220 5.231
Skógarnes 15, 16 28.182 5.166 3.288
Skógarnes stóra húsið 114.240 20.944 13.328
Akureyri 8N 57.032 10.671 6.623
Akureyri 8L, 8K, 8P, 8T 43.172 12.981 4.313
Siglufjörður 44.313 8.123 5.170
Illugastaðir 3 37.568 6.887 4.383
Kristjánshagi 105, 106, 107, 207, 208, 57.033 10.455 6.654
Kristjánshagi 206 43.172 12.981 4.313
Rúnaberg 44.837 8.220 5.231
Gutenberg, Leturberg 43.130 7.906 5.032
Litaberg, hundar velkomnir 43.130 7.906 5.032
Bolungarvík 44.313 8.123 5.170
Stykkishólmur 48.489 8.904 5.655
Hyrnuland 5, 7 62.367 11.435 7.276
Flókalundur 28.269 5.183 3.298
Þýskaland 130.900
Frakkland 191.200
Spánn 79.561
Flórída 130.518

Tjaldsvæði RSÍ sumarið 2025 fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.

Verðskrá fyrir félagsfólk og gesti þeirra

  • Verð pr. dag á tjaldsvæðunum sumarið 2025 er 2.800 kr. – með rafmagni.
  • Verð pr. dag á tjaldsvæðunum sumarið 2025 er 2.200 kr. – án rafmagns.

Athugið: Bókanir á tjaldsvæði eru gerðar fyrirfram í gegnum orlofskerfið.
Athugið: Hverjum félaga er einungis heimilt að bóka 4 stæði hverju sinni.

Flestar breytingar og afbókanir getur leigutaki sjálfur gert inni á orlofsíðunni. Sé þörf á aðstoð er hægt að senda tölvupóst á mottakan@fagfelogin.is með beiðni um breytingu eða afbókun. Leigjandi getur afbókað hús allt að þremur vikum fyrir dvöl gegn fullri endurgreiðslu að frádregnu bókunargjaldi sem er kr. 5000. Endurgreitt er inná það kort sem leigjandi greiddi með. Eigi afbókun sér stað með styttri fyrirvara er leiga endurgreidd gegn því að orlofseign leigist aftur.

  • Afbókun vegna veðurs eða ófærðar
    • Forsenda þess að fá endurgreitt vegna veðurs er að Veðurstofan hafi gefið út viðvörun eða vegir lokaðir vegna ófærðar, þá er endurgreitt að fullu.
  • Afbókun vegna veikinda
    • Endurgreitt er að fullu að frádregnu upphafsgjaldi. Félaginu er heimilt að fara fram á að leigutaki framvísi læknisvottorði. Endurgreitt er inná það kort sem leigjandi greiddi með.
  • Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst

Nýtt bókunarkerfi var tekið í notkun hjá Fagfélögunum og þar á meðal RSÍ 1. janúar 2025. Um talsverðar breytingar var að ræða fyrir starfsfólk og félagsfólk RSÍ og af því tilefni var útbúið kennsluefni um nýja kerfið.

Hér má finna leiðbeiningar um nýtt orlofskerfi sem tekið var í notkun 1. janúar 2025