
Bransadagurinn verður 13. janúar
Ríflega 30 fyrirlesarar munu stíga á stokk á Bransadeginum sem fram fer 13. janúar í Hörpu. Bransadagurinn er dagur fagfólks í hljóð-, ljósa- og myndlausnum, sviðstækni, kvikmynda- og sjónvarpsgerð á Íslandi. Á meðal fyrirlesara er Matthew Griffin, margverðlaunaður framtíðarfræðingur og alþjóðlegur sérfræðingur í nýsköpun, breytingastjórnun, geopólítík, forystu og tækni.
Dagurinn er nú haldinn í þrijða sinn en það eru Skerpa – félag tæknifólks, Rafmennt og Harpa sem standa að deginum. Auk þess eru Atendi, Exton, Ofar, Lúxor á Sýrland á meðal helstu samstarfsaðila. Dagurinn hefur vaxið hratt þátttakan aukist. Á því er engin undantekning nú.
Á Bransadeginum 2026 verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá með innlendum og erlendum sérfræðingum sem eiga erindi við fagfólk í lýsinga-, hljóð- og myndlausnum ásamt sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu. Af þeim ríflega 30 fyrirlesurum sem koma fram eru a.m.k. 11 erlendir fyrirlesarar; fagfólk víða að sem býr yfir mikilli þekkingu eða hefur frá áhugaverðum hlutum að segja.
Á Bransadeginum verða auk þess pallborðsumræður með fólki úr bransanum og frá opinberum aðilum um framtíð kvikmyndanáms á Íslandi.
Bransadagurinn er einstakt tækifæri fyrir tæknifólk til að hittast, deila fróðleik og fræðast um nýja tækni, að því er fram kemur á vef Bransadagsins.
Miðasala fer fram hér.

