
Styrktu Hjálparstarf kirkjunnar
Fagfélögin veittu Hjálparstarfi kirkjunnar styrk í aðdraganda jólanna en hefð er fyrir því að Fagfélögin styrki hjálpar- eða góðgerðarsamtök á þessum árstíma.
Það var Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sem tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar. Styrkurinn var afhentur í húsi Fagfélaganna þann 9. desember síðastliðinn.
Hjálparstarf kirkjunnar er sjálfseignarstofnun sem sinnir mannúðar- og hjálparstarfi í nafni þjóðkirkjunnar. Sem kirkjutengd stofnun nýtur Hjálparstarfið þeirrar sérstöðu að byggja á grasrótarstarfi í nærsamfélaginu en meginmarkmið eru bætt lífskjör þeirra sem búa við fátækt og að mannréttindi séu virt.
Á myndinni, sem tekin var við þetta tilefni, eru frá vinstri: Guðmundur Helgi Þórarinsson (formaður VM), Jakob Tryggvason (formaður RSÍ), Bjarni Gíslason (Hjálparstarf kirkjunnar), Óskar Hafnfjörð Gunnarsson (formaður MATVÍS) og Berglind Kristófersdóttir (formaður Flugfreyjufélags Íslands).
