Nýjar orlofsíbúðir í útleigu

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 9. December 2025Last Updated: 9. December 2025

Miðvikudaginn 10. desember kl. 09:00 verður opnað fyrir bókanir á nýjum orlofsíbúðum RSÍ á Eirhöfða 7B. Fagfélögin hafa samtals keypt 30 íbúðir í húsinu en 10 þeirra fóru beint í langtímaleigu til félagsmanna. 20 íbúðir verða orlofs- og sjúkraíbúðir en gömlu íbúðir félaganna á höfuðborgarsvæðinu hafa verið seldar eða eru í söluferli.

Í tilfelli RSÍ fjölgar íbúðum á höfuðborgarsvæðinu úr níu í ellefu.

  • Íbúð 106; svefnstæði fyrir 6-7 manns, 3 svefnherbergi, tvö með hjónarúmi og eitt með koju 140cm neðri og 90cm efri.
  • Íbúð 108; svefnstæð ifyrir 4-5 manns, 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt koju 120cm neðri og 90cm efri.
  • Íbúð 109; þetta er stúdíó íbúð með einu 160cm rúmi.
  • Íbúð 206; svefnstæði fyrir 6-7 manns, 3 svefnherbergi, tvö með hjónarúmi og eitt með koju 140cm neðri og 90cm efri.
  • Íbúð 209; þetta er stúdíó íbúð með einu 160cm rúmi.
  • Íbúð 210; svefnstæðum fyrir 4-5 manns, 2 svefnherbergi annað með hjónarúmi og hitt koju 90cm neðri og 90cm efri ásamt 90cm stöku rúmi.

Að þessu sinni eru sex íbúðir teknar í notkun hjá RSÍ. Tímabilið sem hægt er að bóka er frá 12. desember 2025 til 21. ágúst 2026.

Um er að ræða allt frá nettum stúdíóíbúðum upp í íbúðir með gistiplássi fyrir sex til sjö manns.

Bókað er á orlofsvefnum.