
Kjarakönnun RSÍ í loftið
Þátttakendur fá fimm punkta inneign í orlofssjóð fyrir þátttöku
Félagsfólk með skráð netföng á að hafa fengið póst frá Gallup um þátttöku í kjarakönnun RSÍ. Könnunina má einnig taka á Mínum síðum – undir kannanir.
Með því að taka þátt í könnuninni leggur þú þitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum kjörum og svör þín efla samanburðargrunninn fyrir „markaðslaun.“ Til að niðurstöður verði sem áreiðanlegastar er mikilvægt að þú takir þátt. Þannig verður hægt að nýta niðurstöðurnar sem allra best. Þú getur alltaf sleppt því að svara einstökum spurningum eða könnuninni í heild.
Ef þú lýkur könnuninni færð þú 5 punkta inneign í orlofssjóð RSÍ. Til að þú fáir punktana fyrir þátttökuna þarftu að samþykkja að við sendum kennitöluna þína til RSÍ sem staðfestingu á þátttökunni í lok könnunarinnar.
Ef þú tekur þátt, þá ertu einnig með í happdrætti. Þegar framkvæmd er lokið verða dregnir út 12 heppnir þátttakendur úr innsendum svörum. Tíu heppnir þátttakendur fá gjafakort að andvirði 15.000 kr. og tvö gjafabréf að upphæð 50.000 hjá Icelandair. Rafiðnaðarsamband Íslands hefur samband við vinningshafa að könnun lokinni.
