Skert þjónusta Fagfélaganna 24. október

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 23. October 2025Last Updated: 23. October 2025

Þjónusta Fagfélaganna verður skert föstudaginn 24. október 2025 vegna kvennaverkfalls. Þann dag verða 50 ár liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu, þegar 90% kvenna á Íslandi lögðu niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Viðburðurinn vakti heimsathygli. Nú stendur til að endurtaka leikinn.

Kvennaverkfallið stendur yfir allan daginn og hafa fjölbreyttir viðburðir verið skipulagðir af aðstandendum verkfallsins frá morgni til kvölds. Fagfélögin styðja konur og kvára heilshugar til að taka þátt í viðburðinum en dagskrá hans má sjá hér.

Fagfélögin hafa skorað á konur og kvára að taka þátt í deginum. Jafnframt beina þau þeim tilmælum til atvinnurekenda að virða rétt kvenna og kvára til að sýna samstöðu.

Skörð kvenna á vinnustaðnum verða ekki fyllt, frekar en annars staðar í samfélaginu. Fyrir vikið má búast við skertri þjónustu hjá Fagfélögunum þennan dag.