Aðeins 10% útborgun við fasteignakaup

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 21. October 2025Last Updated: 21. October 2025

Eins og fjallað hefur verið á heimasíðum Fagfélaganna keyptu félögin 30 íbúðir í nýju og glæsilegu fjölbýlishúsi að Eirhöfða 7 í sumar.

Verktakinn Höfðakór, sem byggði íbúðirnar, hefur áhuga á að bjóða félagsfólki innan raða Fagfélaganna að kaupa aðrar íbúðir í húsinu þar sem aðeins væri þörf á 10% eiginfjárframlagi kaupenda.

Félagið Höfðakór er reiðubúið að leggja til allt að 20% kaupverðsins í formi eignarhlutar í íbúðinni. Leigugjald af þeirri upphæð er 5% af ári en er gert upp við sölu eignarinnar. Fyrirkomulagið er tilvalið fyrir þau sem hafa átt erfitt með að safna fyrir hærri útborgun og kaupa eign á almennum markaði.

Áhugasamir geta skráð sig á lista yfir áhugasama kaupendur. Ef áhuginn reynist mikill munu þeir sem skrá sig njóta forgangs þegar kemur að nánari kynningu og framkvæmd á þessu fyrirkomulagi.

Hér er hægt að kynna sér verð og útlit íbúðanna. 

Skráning fer fram hér