
Áskorun til atvinnurekenda
Boðað hefur verið til kvennaverkfalls föstudaginn 24. október. Tilefnið er að þann dag eru 50 ár liðin frá því boðað var fyrst til Kvennafrís og 90% kvenna á Íslandi lögðu niður störf. Þetta var gert til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.
Fagfélögin vilja vekja athygli atvinnurekenda á þessum mikilvæga degi í jafnréttisbaráttu á Íslandi. Við skorum á atvinnurekendur að gefa konum og kvárum sem eru á launaskrá þeirra færi á að taka þátt í deginum.
Mikilvægt er að allur vinnumarkaður virði rétt kvenna og kvár til að sýna samstöðu. Stöndum saman og veljum jafnrétti gegn misrétti!
Hér er formleg hvatning frá skipuleggjendum til atvinnurekenda.
Fagfélögin
Kvennaár 2025 í Reykjavík – dagskrá
-
- 10:00 Málþing ASÍ um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Skráning hér.
- 13:30 Söguganga frá Sóleyjargötu – Við Hljómskálann (sem er við Sóleyjargötu) verða húfur og fánar frá Fagfélögunum fyrir öll – frá klukkan 13:00.
- 15:00 Arnarhóll – Baráttufundur í beinni
- 15:30 Fagfélögin bjóða upp á drykk á Hótel Edition Reykjavík að útifundi loknum, til klukkan 17:00. Athugið að drykkjarmiðar verða afhentir við Hljómskálann frá kl. 13:00.
