Fag­félögin halda upp á baráttu­daginn 24. október

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 15. October 2025Last Updated: 15. October 2025

Við fögnum Kvennaári 24. október 2025 um allt land og hvetjum allt félagsfólk RSÍ, MATVÍS, VM og Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) til að taka þátt í Kvennaári með myndarlegum hætti undir merkjum Fagfélaganna.

Á baráttudeginum 24. október, frá 10:00 – 14:00, mun Alþýðusambandið að halda málþing um konur af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Málþingið verður haldið í Kaldalóni í Hörpu. Dagskrá málþingsins í heild má sjá hér en athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku sína.

Fagfélögin eiga fulltrúa víða þennan dag og vekja fyrir vikið sérstaka athygli á því að bæði Agnes Olejarz af kjaradeild Fagfélaganna og Jakob Tryggvason formaður RSÍ munu flytja erindi á málþinginu.

Kvennaár 2025 í Reykjavík – dagskrá

    • 14:00 Samkoma í Hljómskálagarðinum – Við Hljómskálann verða húfur og fánar frá Fagfélögunum fyrir öll. Göngum saman að Arnarhóli.
    • 15:00 Arnarhóll – Baráttufundur í beinni
    • 15:30 Fagfélögin bjóða upp á drykk á Hótel Edition Reykjavík að útifundi loknum, til klukkan 17:00. Athugið að drykkjarmiðar verða afhentir við Hljómskálann klukkan 14.