Tvö námskeið á dagskrá Fagfélaganna

Categories: 2025, Fréttir2 min readPublished On: 14. October 2025Last Updated: 14. October 2025

Fagfélögin standa fyrir tveimur námskeiðum í nóvember. Annars vegar er um að ræða námskeið um lífeyrismál og starfslok þann 11. nóvember. Hins vegar er um að ræða námskeið um persónuleg fjármál, sem fram fer 27. nóvember. Það námskeið er fyrir 40 ára og yngri og er haldið í samstarfi við IÐN-UNG og RSÍ-UNG.

Námskeiðin eru haldin á Stórhöfða 31 en gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin. Námskeiðin hefjast klukkan 18:00.

Björn Berg Gunnarsson, sjálfstæður fjármálaráðgjafi, heldur bæði námskeiðin. Hann hefur í 15 ár haldið námskeið um lífeyrismál, stýrði áður greiningardeild og fræðslustarfi Íslandsbanka og er höfundur bókarinnar Peningar.

Verð á hvort námskeið fyrir sig er 1.500 kr. fyrir einstaklinga en 2.500 kr. fyrir hjón eða sambýlisfólk. Greiðsluseðill verður sendur út þegar fólk hefur skráð sig en greiðsla hans jafngildir staðfestingu.

Athugið að sætaframboð á báðum námskeiðum er takmarkað. Undanfarin ár hafa færri komist að en vilja. Vinsamlegast stillið áminningu í dagatal ef þið hafið skráð ykkur, svo ekki verði messufall.

Lífeyrismál og starfslok – UPPSELT

11. nóvember – frá klukkan 18:00 – 21:00

Ítarlegt námskeið á mannamáli um það sem mikilvægast er að vita varðandi lífeyriskerfið og fjármálahlið starfsloka.

Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:

  • Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
  • Hvernig göngum við á séreignarsparnað og hvaða áhrif hefur tilgreind séreign?
  • Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
  • Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?

Skráning á lífeyrisnámskeiðið 11. nóvember

Persónuleg fjármál – fyrir 40 ára og yngri

27. nóvember – frá klukkan 18:00 – 21:00

Gagnlegt námskeið um ýmsar hliðar persónulegra fjármála. Rætt verður um efnahagsaðstæður í dag, hvernig við bregðumst við háum vöxtum og verðbólgu og við hverju má búast í þeim efnum.

Meðal umræðuefna má nefna:

  • Húsnæðislán í dag
  • Sparnaður og uppbygging eigna
  • Hvernig er best að safna lífeyri?
  • Fjárhagslegt átak og niðurgreiðsla lána

Skráning á fjármálanámskeið 27. nóvember