Kvennaverkfall 24. október

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 9. October 2025Last Updated: 9. October 2025

Framkvæmdastjórn Kvennaárs hefur boaðað til Kvennaverkfalls 24. október 2025. Þann dag verður hálf öld liðin frá því fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn á Íslandi. Frá 1975 hafa konur lagt niður störf sín sjö sinnum til að mótmæla kynbundnu misrétti.

Boðað hefur verið til sögugöngu sem hefst við Hljómskálagarðinn klukkan 14:00 og nær að Arnarhóli, þar sem útifundur fer fram, með tónlistaratriðum og ræðum.

Í tilkynningu segir meðal annars:

„50 árum síðar og baráttunni er ekki lokið. Tilkynningum um ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst og það er misrétti í verkaskiptingu heima fyrir. Jafnrétti er ekki í augsýn. Nú förum við í Kvennaverkfall. Við mætum og fáum innblástur frá konunum og kvárunum sem ruddu brautina. Göngum saman í gegnum áfanga í baráttusögu kvenna og kvára — og tökum svo höndum saman á útifundi á Arnarhóli í Reykjavík eða okkar heimabyggð. Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir framtíðina. Ekkert fær okkur stöðvað. Dagskráin verður tvíþætt; fyrri hlutinn er söguganga um áfanga í kvennabaráttunni og sá seinni er útifundur við Arnarhól.“

Sjá nánar hér