Þingmenn funduðu með formönnum

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 30. September 2025Last Updated: 30. September 2025

Þrír fulltrúar Samfylkingarinnar funduðu á þriðjudag með forsvarsmönnum stéttarfélaga á Stórhöfða 29-31. Kjördæmavika stendur nú yfir en þá gefst þingmönnum færi á að fara um sín kjördæmi og ræða beint við kjósendur.

Kristján Þórður Snæbjarnarson þingmaður, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir varaþingmaður og Ásta Guðrún Helgadóttir, starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, komu til fundarins.

Á móti þeim tóku formenn og fulltrúar stéttarfélaganna MATVÍS, VM, RSÍ, FIT, SVG og Skerpu. Jakob Tryggvason, formaður RSÍ, og Ragnar Gunnarsson, formenn Skerpu, sátu fundinn.

Á fundinum fóru fram hreinskiptar umræður um málefni iðn- og verkgreina. Á meðal umræðuefna var löggilding iðn- og verkgreina, gerviverktaka og misbeiting starfsfólks samanber nýlega umfjöllun Kveiks um málefnið. Einnig var rætt um menntamál og skort á nemaplássum og lífeyrismál, svo eitthvað sé nefnt. Af nógu var að taka.

Fundinn sátu sex formenn stéttarfélaga en Kristján Þórður, þingmaður Samfylkingarinnar, var formaður Rafiðnaðarsambands Íslands áður en hann fór í framboð og tók sæti á þingi. Ljóst má vera að fulltrúar Samfylkingarinnar hafa úr nægum efnivið að moða eftir fundinn.

Félögin þakka Samfylkingunni fyrir fundinn.