Alcoa og stéttarfélögin AFL og RSÍ hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir afturvirkt frá mars 2025 og til fjögurra ára. Atkvæðagreiðslu um verkfall hefur því verið aflýst.
Samningurinn er sambærilegur við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið í stóriðju að undanförnu en á næstu dögum munu stéttarfélögin kynna samninginn fyrir starfsfólki Alcoa á sérstökum kynningarfundum.
Samningsaðilar þakka ríkissáttasemjara fyrir sína vinnu og fagna því að sameiginleg lausn hafi náðst.
Myndin var tekin við undirritun samningsins.