
Mikil þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall
Atkvæðagreiðsla um verkfall félagsmanna AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) hófst kl. 10 í morgun af miklum krafti. Rúmlega 200 af 492 á kjörskrá – yfir 40% – höfðu greitt atkvæði á fyrstu fjórum klukkustundum atkvæðagreiðslunnar.
Kosningin stendur yfir í viku. Þessi mikla þátttaka á fyrstu klukkustundum atkvæðagreiðslunnar sýnir, að mati AFLs og RSÍ, að félagsmenn eru staðráðnir í að láta rödd sína heyrast og berjast saman fyrir réttlátum og bættum kjörum.
—
