Íslandsmót iðn- og verkgreina stendur nú yfir í Laugardalshöll. Þar er keppt í 19 greinum, þar af í rafvirkjun og rafeindavirkjun. Nánar verður fjallað um keppni í þeim greinum á næstu dögum.

Auk þess eru 25 framhaldsskólar með kynningarbása og fjölmargar iðn- og verkgreinar eru til sýnis.

Í gær og í dag hefur höllin verið full af nemendum í níundu og tíundu bekkjum grunnskóla af landinu öllu. Gert er ráð fyrir að um 9 þúsund nemendur heimsæki viðburðinn.

Vert er að benda á að á morgun, laugardaginn 15. mars, er höllin opin gestum og gangandi. Félagsfólk er hvatt til að mæta og kynna sér það sem er á boðstólnum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar hafa verið á Minni framtíð.