RSÍ skrifaði undir þrjá kjarasamninga í gær. Athugið að kosið er um þessa samninga á mínum síðum.
  • Fyrst ber að nefna að RSÍ skrifaði í gær undir kjarasamning við Reykjavíkurborg. Samningurinn verður kynntur næstkomandi þriðjudag, 3. desember, klukkan 12:00 á Stórhöfða 29-31. Athugið að gengið er inn í húsið Grafarvogsmegin. Á sama tíma hefst kosning um samninginn en hún stendur yfir til föstudagsins 6. desember, klukkan 11:00.
  • Í gær var einnig skrifað undir nýjan kjarasamning við Landsnet. Kosning um kjarasamninginn hefst þriðjudaginn 3. desember klukkan 13:00.
  • Loks skrifaði RSÍ í gær undir fyrirtækjasamning við Marel. Kynning á samningnum verður í næstu viku, en nánari tímasetning verður send á félagsfólk þegar hún liggur fyrir.