ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga.
Fundurinn verður á Hótel Hilton Reykjavík Nordica, mánudaginn 18. nóvember, 17:00-19:00.
Yfirskrift fundarins er Samfélag á krossgötum, en þar sitja formenn allra flokka í framboði á landsvísu fyrir svörum um stefnu í málum sem helst varða afkomu og lífsgæði launafólks í landinu. Þau verða knúin svara um þeirra sýn á hvernig samfélag þau vilja byggja og hvernig hagsmunir launafólks verði tryggðir með þeirra stefnumálum.
Fundinum verður streymt beint hér.
Pallborðinu stýra Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Boði verður upp á léttar veitingar.
Umræðurnar verða helst stilltar inn á þrjú meginstef sem varða launafólk:
- Afkoma heimilanna
- Velferðarkerfið og félagslegir innviðir
- Jöfn tækifæri og möguleikar
Þess utan verður að sjálfsögðu komið inn á aðra málaflokka sem hafa verið til umfjöllunar innan hreyfingarinnar.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta á viðburðinn og taka þátt.
Viðburðurinn er á Facebook og verður uppfærður eftir því sem nær dregur.