Fréttin hefur verið uppfærð: 2.12.2020

  • Leiðbeiningar hjá Landlækni hafa verið uppfærðar – Yfirlit hér
  • Þessar jólagrímur virka ekki vel í Covid!

    Leiðbeiningar fyrir heimilin vegna jólahalds 2020.

  • Enn er lögð áhersla á að vinna að heiman sé það mögulegt og að forðast hópamyndanir. 10 manna sóttvarnarrými á vinnustað og aðskilnaður á milli hólfa. Notið grímu ef farið er á milli hólfa á vinnustaðnum.
  • Á vikulegum fundum viðbragðsaðila í Covidveirunni fyrir skömmu var ítrekað að leiðbeiningar um heimasóttkví og finna má hér, er mikilvægt að lesa vel svo allt sé rétt.
  • Fram kom einnig að loftgæði eru mikilvæg og að þurrt loft er vinur veirunnar. 40-60% raki er æskilegur og nauðsynlegt að fylgjast vel með því þegar kólna fer í veðri og loft innandyra verður þurrara með meiri kyndingu. Minnt er á mikilvægi þess að lofta út 2x á dag í ca 10-15 mínútur hverju sinni.
  • Fólk er hvatt til að fara varlega, Landspítalinn tekur ekki endalaust við.

Leiðbeiningar eru uppfærðar jafnharðan:

Nýtt veggspjald um grímur og einnota hanska(6.11.2020)

  • Loftgæði: Mjög gott að lofta út t.d. 2svar á dag í 10-15 mínútur til að hreinsa loftið. Fram kom að þurrt loft er vinur veiranna og því gott að taka rakamælingu öðru hvoru. Verið er að skoða rakatækjanotkun með tilliti til útbreiðslu Covid-19. Nánar um loftgæði
  • Gríðarlega mikilvægt að grímur séu notaðar á réttan hátt. Nánar um það hér.(6.11.20)
  • Gríman fríar ekki fólk við því að fara í sóttkví.
  • Kaffistofa, kaffivélar og vatnsvélar eru varhugaverðir staðir/hlutir á þessum tímapunkti. Nánar um þrif: 9.11.20
  • Skimun er eins og myndataka, eftir skimun getur þú fengið veiruna eins og hver annar!
  • Ef sýna þarf fram á vottorð (sóttkví eða veikindi) vegna Covid-19 þá þarf hver og einn að sækja það á heilsuvera.is
  • Eftir sóttkví er mikilvægt að fara mjög varlega þegar komið er til baka í vinnu nota grímu og jafnvel hanska. Mikilvægt að nota þann varnarbúnað rétt.
  • Leiðbeiningar um rými utanhúss og innandyra. (4.11.2020)

Leiðbeiningar til félaga innan Rafiðnaðarsambandsins sem sinna þjónustu, eftirliti og viðgerðum á heimilum, í fyrirtækjum eða öðrum rýmum:

Almenn handhreinsun, þ.e. handþvottur og/eða notkun handspritts.

 

Nota andlitsgrímur

 

Greiður aðgangur að vinnuhönskum eða einnota hönskum til nota við óhrein verk, þrif og önnur verk ef við á. Hanska á að fjarlægja strax að verki loknu og þvo eða spritta skal hendur. Alltaf skal líta á alla hanska sem mengaða og varast að snerta andlit með þeim. Nota skal hreina vinnuhanska eða einnota hanska við hvert verk.

Þótt engin veikindi séu þekkt hjá starfsmanni eða þeim sem unnið er hjá er rétt að halda sem mestri fjarlægð allan tímann meðan útsendur starfsmaður er á staðnum, best er að enginn annar sé í rými/herbergi þar sem hann er að störfum.

Hreinn vinnufatnaður

 

Starfsmaður skal reyna að koma sem minnst við yfirborðsfleti, s.s. ljósarofa og handrið, með berum höndum. Ef það er óhjákvæmilegt ætti að hreinsa hendur fyrir og eftir slíka snertingu. Starfsmaður skal reyna að halda tækjum (raftækjum, handverkfærum), sem notuð eru sameiginlega af fleiri en einum á verkstað, hreinum og þess gætt að sótthreinsa handföng.

Þegar farið er á milli staða er nauðsynlegt að beita smitgát í störfum.

Byggt á leiðbeiningum SI