Þegar veikindi herja á félaga í RSÍ og veikindaréttur samkvæmt kjarasamningi við vinnuveitanda er fullnýttur tekur Sjúkrasjóður RSÍ við og greiðir félaga út sjúkradagpeninga. Sjóðurinn bætir þannig launatap félaga þegar hefðbundnir veikindadagar hjá vinnuveitanda eru búnir.
Ef um misræmi í texta á þessari síðu er að ræða í samanburði við reglugerðir og starfsreglur Sjúkrasjóðs eða annarra sjóða, þá gilda reglugerðir og starfsreglur. Reglugerð sjúkrasjóðs RSÍ
- Bótatímabil: 120 dagar. Endurnýja þarf umsókn um dagpeninga við lok bótatímabils vari veikindi áfram. Framkvæmdastjórn sjóðsins metur hvort dagpeningar eru greiddir lengur en eitt bótatímabil og hvaða dagpeningar eru þá greiddir.
- Sjúkradagpeningavottorð: Læknisvottorð um óvinnufærni vegna veikinda.
- Veikindaréttarvottorð: Vottorð frá vinnuveitanda um greiðslur í veikindum.
- Sjúkradagpeningar: Upphæð dagpeninga skal tryggja 80% af meðallaunum viðkomandi síðustu fimm mánuði fyrir veikindi, skv. iðgjaldayfirliti til Styrktarsjóðs. Hafi verulegar breytingar orðið á launum viðkomandi yfir þetta sex mánaða tímabil er heimilt að lengja viðmiðunartímann í allt að 10 mánuði. Mánaðarleg greiðsla samkvæmt þessari reglu getur þó ekki numið hærri upphæð en kr.1.221.892 á mánuði (frá 1. júlí 2025).
- Skerðing sjúkradagpeninga: Heimilt er að skerða styrki í hlutfalli við starfshlutfall félagsmanns. Fullt starf er miðað er við lágmarkstaxta kjarasamnings viðkomandi. Hjá einyrkjum er fullt starf miðað við lágmarksgjald sem RSÍ ákveður hverju sinni.
- Persónuafsláttur: Hægt er að nýta persónuafslátt með því að sækja um hann, eyðublað.
- Launaseðlar: Heimilt er að óska eftir launaseðlum síðustu mánaða. Dagpeningar greiðast frá þeim tíma að lögboðinni eða samningsbundinni kaupgreiðslu frá atvinnurekanda lýkur.
- Sjúkradagpeningar falla niður: Réttur til sjúkradagpeninga og styrkja fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.
- Veikindi maka og barna: Vegna langvarandi veikinda maka eða barna enda missi sjóðfélagi launatekjur vegna þeirra. Sé um veikindi barna að ræða þá hafi 10 daga rétturinn verið fullnýttur, og maki eigi ekki tök á að annast barnið. Vegna veikinda maka skal við það miðað að launamissir vegna veikindi hafi staðið í a.m.k. 2 vikur.
- Tímabundin örorka: Sé um að ræða greiðslu vegna tímabundinnar örorku er heimilt að skerða bætur Styrktarsjóðs sem því nemur. Sjúkra- eða slysadagpeningar Tryggingarstofnunar skerða ekki dagpeninga sjúkrasjóðs.
- Hlutastarf: Heimilt er sjóðstjórn að greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki vegna sjúkdóms eða slyss stundað fulla vinnu.
- Varanleg örorka: Dagpeningar greiðast ekki þegar um varanlega örorku eða ellihrumleika er að ræða.
- Viðtal við starfsendurhæfingarráðgjafa: Félagsmenn er fá greidda sjúkradagpeninga ber að mæta í viðtal hjá ráðgjafa starfsendurhæfingarsjóðs verði þess óskað.
Skilyrði: Að greitt hafi verið af sjóðfélaga samfellt í a.m.k. 6 síðustu mánuði.
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
- Sjúkradagpeningavottorð frá lækni
- Vottorð launagreiðanda
Önnur eyðublöð: Nýting persónuafsláttar vegna sjúkradagpeninga
Dæmi um sjúkra- og slysadagpeninga sjúkrasjóðs RSÍ
| Tekjur fyrir veikindi eða slys | Dagpeningar Sjúkrasjóðs |
| 300.000 | 240.000 |
| 400.000 | 320.000 |
| 500.000 | 400.000 |
| 700.000 | 560.000 |
| 800.000 | 640.000 |
| 1.527.365 | 1.221.892 (hámark) |
