Heimilt er að styrkja sjóðfélaga vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, fjarþjálfun, sundkort (6 mánaða kort og árskort, ekki stakir sundtímar), dansskólum (námskeið) og íþróttafélögum vegna íþrótta. Einnig er heimilt að styrkja áskriftargjöld vegna sýndarveruleikaforrita sem eru til þess fallin að stunda íþróttir t.d. golf, róður, hjól eða hlaup. Forrit sem notuð eru til gagnasöfnunar eins og t.d. Strava, Runkeeper eða MapMy Run eru ekki styrkhæf. Greiðslan nemur allt að 60% framlagðs kostnaðar en þó aldrei hærra en kr. 50.000 á hverju 12 mánaða tímabili. (Breytt 18. jan. 2023)
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
- Greiðslukvittun þar sem fram kemur, nafn og kennitala seljanda og kaupanda ásamt upphæðinni sem greidd var.
- Greiðslukvittun er jafnframt skilyrði í þeim tilvikum þar sem um er að ræða ótímabundinn samning, greitt er samkvæmt útlögðum kostnaði.
