- Vegna andláts greiðandi sjóðsfélaga greiðast dánarbætur sem eru 80% af meðallaunum viðkomandi *
- Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 400.000 enda hafi viðkomandi verið sjóðfélagi i a.m. 6 mánuði þegar dauða hans bar að höndum eða þrjú ár eftir starfslok sökum aldurs eða örorku eftir 5 ára félagsaðild fyrir starfslok.
- Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 250.000 sé félagsmaður 70 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 5 ár fyrir starfslok.
- Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 100.000 sé félagsmaður 75 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 5 ár fyrir starfslok.
- Greiða eingreiddar dánarbætur kr. 50.000 sé félagsmaður 80 ára eða eldri þegar andlát hans ber að, enda hafi viðkomandi verið félagsmaður s.l. 5 ár fyrir starfslok.
- Dánarbætur greiðast ekki ef dánarbætur eru greiddar úr slysatryggingu launþega eða skv. skaðabótalögum.
- Greiða eingreiddar dánarbætur eftirlifandi maka eða forráðamanni barna félaga fyrir eitt barn undir 18 ára aldri á framfæri viðkomandi kr. 1.528.558.-
og kr. 764.279.- með hverju barni eftir það. Heildarupphæð deilist jafnt á hvert barn. (m.v. 1. júlí 2025) - Heimilt er að greiða vegna barna allt til 21 árs aldurs, enda hafi viðkomandi barn sannanlega verið á framfæri sjóðfélaga og ekki á vinnumarkaði.
- Heimilt er að greiða viðbótarstyrk, ef sérstakar aðstæður eru við andlát sjóðfélaga. Stjórn sjóðsins ákveður upphæð í hverju tilviki.
Breytingar á upphæð eingreiddra dánarbóta miðast við neysluvísitölu og taka breytingum 1. janúar og 1. júlí ár hvert.
*Stjórn sjóðsins hefur heimild til að meta aðildarsögu félagsmanns til lengri tíma ef félagsmaður var síðast félagsmaður aðildarfélags innan RSÍ.
RSÍ vekur athygli félagsmanna sem eru sjóðfélagar hjá Birtu lífeyrissjóði að við fráfall sjóðfélaga getur eftirlifandi maki og/eða börn yngri en 18 ára sótt um maka- og/eða barnalífeyri hjá sjóðnum. Einnig getur verið réttur til fjölskyldubóta og er þar um sömu umsókn að ræða.
Sjá nánar á heimasíðu sjóðsins birta.is
Gögn sem þurfa að fylgja umsókn:
- Yfirlit yfir framvindu skipta frá sýslumanni.
