Páskaúthlutun 2026

Categories: 2026, Fréttir, Orlofsmál, Tilkynningar, Tilkynningar-Orlofsmál1 min readPublished On: 22. January 2026Last Updated: 22. January 2026

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl í orlofshúsum okkar um páska 2026. Opið verður fyrir umsóknir til 3. febrúar nk. Úthlutað verður rafrænt þann 4. febrúar, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar verða sendar í tölvupósti/sms til félagsfólks. Félagsfólk sem fær úthlutað þarf að greiða leiguna í síðasta lagi 6. febrúar. Eftir þann dag fellur bókunin niður ef hún er ógreidd.

Ef einhverjar eignir standa eftir ógreiddar, verður opnað á þær þann 10. febrúar og gildir þá reglan “fyrst koma fyrst fá” .

Minnum einnig á að 26. janúar kl. 9.00 verður opnað fyrir bókanir í hús okkar í Frakklandi og Þýskalandi. Þessa orlofskosti er hægt að bóka í gegnum orlofskerfi RSÍ og gildir nú reglan “fyrst koma fyrst fá”. Einnig má sjá á orlofsvef okkar allar upplýsingar um húsin, s.s. myndir, verð og tímabil. Sjá hér

Mánudaginn 26. janúar kl. 9.00 mun einnig opna fyrir bókanir í íbúð okkar á Spáni sem hefur verið tímabundið lokuð.