
Trúnaðarráðstefna á Selfossi 13.-14. nóv.
Fagfélögin standa fyrir ráðstefnu fyrir trúnaðarmenn á Selfossi dagana 13.-14. nóvember. Ráðstefnan er ætluð trúnaðarfólki og stjórnum RSÍ, MATVÍS, VM og Flugfreyjufélagi Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem FFÍ tekur þátt.
Dagskráin er að venju fjölbreytt; fyrirlestrar og hópastarf mun fara fram um ýmis málefni. Á meðal viðfangsefna er geðheilbrigði á vinnustöðum, breytingar á lífeyriskerfinu, horfur í efnahagsmálum og athugun á launaþróun innan Fagfélaganna.
Málstofur verða haldnar um kjarakönnun RSÍ, Gigg-hagkerfið og EKKO-mál. Auk þess verður farið yfir viðbrögð við tilkynningum á vinnustöðum.
Skráðir þátttakendur eiga von á dagskrá ráðstefnunnar í tölvupósti. Hafi einhverjir trúnaðarmenn gleymt að skrá sig er hægt að hafa samband við Sigrúnu með því að senda póst á netfangið sigrun(hja)rafis-is.staging-word.press/.
