
Tækniskólinn sóttur heim
Síðastliðinn fimmtudag fóru fulltrúar Fagfélaganna, FIT og Byggiðnar í heimsókn í Tækniskólann á Skólavörðuholti. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna sér aðstæður í skólanum og ræða við nemendur og starfsfólk um það sem á þeim brennur.
Fulltrúarnir gengu um skólann, skoðuð verkgreinadeildir og létu nemendur vita að þeir yrðu til taks í matsalnum í hádegishléinu, ef þau hefðu spurningar um kjara- og stéttarfélagsmál.
Óhætt er að segja að þetta hafi hlotið góðan hljómgrunn. Nemendur úr öllum deildum gáfu sig á tal við fulltrúana og spurðu þá spjörunum úr. Þeir spurðu mikið um kjaramál, réttindi og hvaða gagn þeir gætu haft af stéttarfélagi. Minnt skal á að hlutverk stéttarfélaga er fyrst og fremst að semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum fyrir hönd félagsmanna sinna og gæta hagsmuna þeirra á vinnumarkaði. Í stéttarfélögum sameinast launafólk, á grundvelli sameiginlegrar starfsgreinar og/eða menntunar, um að gæta hagsmuna sinna.
Við færum Tækniskólanum bestu þakkir fyrir að taka vel á móti okkur og nemendum fyrir skemmtileg og áhugaverð samtöl.
Næst á dagskrá er að heimsækja Fjölbrautarskólann í Breiðholti.
Á meðfylgjandi mynd eru Adam Kári Helgason frá Fagfélögunum (t.v.) og Þorvarður Helgi Haraldsson frá Byggiðn. Einnig var á Karl Óttar Pétursson frá FIT á staðnum.
