Slembiúthlutun verður ekki í boði þetta árið vegna upptöku á nýju orlofskerfi.

  • 22. janúar er opnað fyrir umsóknir um dvöl um páska 2026.
  • Opið fyrir umsóknir til 3. febrúar.
  • Rafræn úthlutun fer fram 4. febrúar, þar sem hæsta punktastaða ræður úthlutun. Niðurstöður úthlutunar sendar í sms/tölvupósti til félagsmanna. Greiða þarf í síðasta lagi 6. febrúar. Ef það er ekki gert fer orlofshúsið aftur í umsóknarferli.
  • 10. febrúar verður opnað fyrir bókun á þær eignir sem eftir standa.

Ath. að einungis er hægt að hafa eina bókun yfir páskatímann.