Yfirlýsing vegna viðræðna við Alcoa

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 5. September 2025Last Updated: 5. September 2025

Yfirlýsing AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ)

AFL starfsgreinafélag og Rafiðnaðarsamband Íslands hafa síðustu tvo daga fundað með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa til að ræða næstu skref í kjaradeilu við fyrirtækið.

Mæting á fundina hefur verið afar góð og ljóst er að verkfallsvilji er mikill. Félagsfólk er skýrt í afstöðu sinni, tilbúið að setja fyrirtækinu mörk og krefjast sambærilegra kjarabóta og samið hefur verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi.

Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess.