Fagfélögin auglýsa stöður lögmanns og lögfræðings

Categories: 2025, Fréttir1 min readPublished On: 16. July 2025Last Updated: 16. July 2025

Fagfélögin hafa auglýst stöður lögfræðings annars vegar og lögmanns kjaradeildar hins vegar, lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst.

Um stöðu lögmanns segir: Fagfélögin leita að öflugum lögmanni til starfa í kjaradeild félagsins. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem lögmaður kemur að hagsmunagæslu og réttindamálum félagsmanna á vinnumarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð lögfræðingsins:

  • Ráðgjöf til félagsmanna í vinnuréttarmálum og samningsrétti
  • Meðferð mála sem tengjast réttindum á vinnumarkaði
  • Úrvinnsla gagna, gerð skjala og þátttaka í stefnumótun
  • Samskipti við opinbera aðila, fyrirtæki og samstarfsaðila

Helstu verkefni og ábyrgð lögmanns:

  • Ráðgjöf og aðstoð í kjaramálum og vinnurétti
  •  Málarekstur fyrir félagsmenn og stéttarfélög fyrir dómstólum og stjórnvöldum
  • Úrvinnsla mála tengdum samnings- og réttindagæslu
  • Þátttaka í stefnumótun og þróun kjaramála innan Fagfélaganna

Störfin eru auglýst á Alfreð. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um.