Einingaverð í ákvæðisvinnu í rafiðnaði hækkaði þann 1. nóvember úr 788,29 krónum í 796,17 krónur. Hækkunin byggir á núgildandi kjarasamningum en í þeim var samið um viðbótarhækkanir á ákvæðisvinnu til að leiðrétta kjör þess fólks sem starfar í ákvæðisvinnu.

Í núgildandi kjarasamningi er jafnframt ákvæði sem felur samningsaðilum að vinna að lausn til þess að leiðrétta launakjör þess hóps áfram á samningstímanum. Fulltrúar RSÍ hafa í þeim viðræðum bundið miklar vonir við að geta komist að samkomulagi um þær leiðréttingar hratt og vel. Ljóst er orðið að fulltrúar atvinnurekenda hafa dregið lappirnar hvað það varðar. Það eru mikil vonbrigði.
Nánari upplýsingar um ákvæðisvinnu má finna hér.