Fjölskylduhátíð RSÍ fer fram á Skógarnesi við Apavatn um næstu helgi, 14.-16. júní. Vakin er athygli á því að bókunarkerfið fyrir tjaldstæðin er ekki í notkun þessa helgi. Reglan er fyrstir koma – fyrstir fá.

Þetta er gert svo hægt sé að nýta svæðið sem best og sem flestir komist fyrir. RSÍ vill jafnframt biðla til þeirra sem eiga bókað tjaldstæði í vikunni sem er að hefjast að sjá til þess að gestir hátíðarinnar komist að á föstudaginn. Hjálpumst að við að nýta svæðið sem best!

Einnig má minna á tjaldstæði félagsins í Miðdal, skammt frá.

Dagskráin hefst klukkan 15:00 á föstudag með ratleik en henni lýkur seint á laugardagskvöld. Óhætt er að segja að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

RSÍ hvetur félagsfólk til að mæta með fjölskylduna og njóta þeirrar dagskrár sem í boði verður.

Eins og sakir standa spáir blíðskaparveðri á svæðinu um komandi helgi.

RSÍ